Austmannsdalur

Við sunnanverðan Arnarfjörð eru stuttir en brattir Ket- ildalir sem teygja sig frá Bíldudal norðvestur að Kópa- nesi. Stærstur og þekktastur er Selárdalur en síðan erunokkrir minni dalir eins og Hringsdalur og Austmanns- dalur sem báðir koma fyrir í aldagömlum munnmæla- sögum. Ekki kemur á óvart að þessara tveggja dala sé getið í þessum sögum, enda hömrum girtir og einkar tilkomumiklir. Í Hrings sögu segir frá Hring sem nam land í Hringsdal en hann neyddist til að flýja Noreg vegna vígaferla. Elti hann Austmaður hingað til lands en svo voru Norðmenn títt nefndir í fornsögum. Vildi hann hefna frænda síns sem Hringur hafði vegið og namland í næsta dal við Hringsdal, sem síðar fékk nafnið Austmannsdalur. Sendi hann flugumenn til að koma Hring fyrir kattarnef en sá síðarnefndi varðist vel og ku hafa hryggbrotið alla flugumennina á steini í Hringsdal sem kallast Víghella. Austmaðurinn gafst þó ekki upp og þegar húskarlar Hrings voru að heiman semdo jamm vígamenn að nýju í Hringsdal. Varðist Hringur vel og náði að fella marga þeirra áður en hann féll sjálfur. Var hann síðan heygður í kumli utarlega í Hringsdal. Aust- maðurinn var hins vegar heygður að eigin ósk á fjalls- núpi sem nefnist Haugshorn en ofan af því mátti sjá yfir alla landareign hans.

Ekki kemur á óvart að þessa tveggja dala sé getið í þessum sögum, enda hömrum girtir og einkar tilkomu- miklir.

Það er gaman að heimsækja Austmannsdal en þar var búið var fram á miðja síðustu öld. Ekinn er Ketil- dalavegur frá Bíldudal í áttina að Selárdal. Frá veginum er stutt ganga niður að uppistandandi rústum gamla bæjarins en skammt frá þeim eru fallegar grjóthleðslur. Frá veginum má einnig ganga upp á Haugshorn eftir grösugum Austmannsdal. Fylgt er snoturri fossaröð og síðan bugðóttri ánni inn dalinn þar sem haldið er upp brekkurnar á vinstri hönd. Leiðin er óstikuð en fylgja má misgreinilegum kindagötum. Síðan tekur við fjallsrani sem fylgt er í norður út á nef Haugshorns. Þarna býðst frábært útsýni yfir mynni Ketildala og allan Austmannsdal en handan Arnarfjarðar blasa síðan við Lokinhamrar, hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur (999 m), Tjaldanesfjöll og innar í firðinum Hornatær. Þetta er þægileg 3 klst. ganga sem er flestum fær. Gengin er sama leið til baka en eftir gönguna er tilvalið að heim- sækja listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal en þar eru útilistaverk sem höfða bæði til barna og fullorðinna.

Share on facebook
Deila á Facebook