Systrastapi

Skammt frá Kirkjubæjarklaustri er Systrastapi, tignar- legur mosavaxinn klettastapi. Líkt og mörg önnur örnefni á þessu svæði vísar það til nunnuklausturs sem stofnað var árið 1186 í Kirkjubæ á Síðu. Það var rekið til 1542 en við tók stórbýli og síðar þéttbýliskjarni sem fékk nafnið Kirkjubæjarklaustur og telur í dag í kringum 200 íbúa. Ofan Klausturs er Systravatn, en úr því rennur Fossá sem steypist ofan af fjallsbrúninni sem Systrafoss og setur sterkan svip á bæinn. Systra- stapi liggur vestar en komast má að honum eftir fal- legri gönguleið sem hentar jafnt ungum sem öldnum. Tilvalið er að hefja gönguna við Systrafoss og tekur gangan fram og til baka að Stapanum innan við tvær klst. Umhverfi Systrastapa er gróskumikið og grænir litir áberandi. Skammt frá Stapanum rennur síðan Skaftá makindalega meðfram Eldhrauni, en það rann í Skaftáreldum 1783-1784 og er hluti stærsta hrauns sem runnið hefur í einu gosi á síðasta árþúsundi á jörðinni. Hægt er að ganga í kringum Systrastapa en þeir sem ekki þjást a lofthræðslu ættu að fikra sig upp járnkeðju sunnanmegin í honum. Efst er slétt flöt og af henni frábært útsýni yfir umhverfi Systrastapa, ekki síst fallega mosavaxið Eldhraun. Efst á Stapanum má einnig greina tvær þúfur sem þjóðsaga segir að sé leg- staður tveggja klaustursytra sem brenndar voru á báli vegna brots á siðareglum. Önnur þeirra hét Katrín og var brennd á báli 1343 fyrir að hafa selt sig fjandanum, misfarið með vígt brauð og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann en eftir siða- skiptin 1550 var hún talin saklaus og óx gróður á leiði hennar. Á leið Katrínar óx hins vegar ekkert en sumir segja þyrnir.Á leiðinni heim er tilvalið að kíkja nánar á Systra- foss, en í gilinu framan við sérkennilegan fossinn er risastór steinn, Fossasteinn, sem hrundi niður úr fjallinu í miklu þrumuveðri 1830. Einnig má fylgja gönguleið upp að Systravatni og grónu umhverfi þess. Í vatninu eiga tvær nunnur að hafa drukknað en þær ásældust báðar óvenjulega fallegan gullkamb sem þeim var réttur upp úr vatninu. Það er óhætt að mæla með göngu slóðir syndugu nunnanna við Klaustur en hvort þær séu hvati til að ganga í klaustur látum við ósagt

Share on facebook
Deila á Facebook