Morsárjökull

Vestan Skaftafellsheiði er Morsárdalur sem er eitt af helstu djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Sérkenni hans er ljósgrátt líparít sem þekur sléttan dalbotninn og fer sérlega vel við iðagræna birkiskóga beggja vegna Morsár. Vestan árinnar er Bæjarstaðaskógur, einn hávaxnaasti birkiskógur á Íslandi sem lumar á heitri laug sem rúmar tvo í einu. Tígulleg Skaftafellsfjöll rísa upp af Bæjarstaðaskógi en norður af Morsárdal gnæfa fjallstindarnir Þumall og Miðfellstindur og í austur Kristínartindar (1126 m) og nánast ókleifir Skaraðat- indar. Það er þó Morsárjökull sem stelur athyglinni innst í Morsárdal. Hann steypist næstum 300 m fram af lóðréttu klettastáli og hafa ísfossar smám saman myndað hvítan krossprunginn dregil fyrir botni dals- ins. Á sumardegi þarf ekki að bíða lengi til að sjá jökul- ís steypast fram af þverhnípinu með miklum drunum og dynkjum. Framan við jökultunguna er Morsárlón sem fer stækkandi vegna hörfunar jökulsins. Hún her- fur orðið til þess að árið 2007 komu úr felum risafossar með jökulvatnisem fengu nafnið Morsárfossar. Mæld- ist sá hæsti, Morsi, 227 m hár og voru þá ekki taldir 10-15 m sem enn eru á bak við jökulís. Hann varð því hæsti foss landins og leysti af hólmi 190 m háran Glym í Hvalfirði.

Það er ógleymanlegt að koma í Morsárdal og sjá Morsárjökul í návígi. Gengið er frá þjónustumiðstöð- inni í Skaftafelli yfir Skaftafellsheiði að Sjónarnípu og þaðan ofan í Morsárdal. Þarna er göngubrú yfir vatnsmikla Morsá og því í boði fyrir sprækt göngu- fólk að kíkja í Bæjarstaðaskóg og jafnvel áfram inn í Kjós, þröngan dal vestur af Morsaárdal. Flestir kjósa þó gönguslóða austan megin Morsár inn að Morsár- lóni. Þarna sést vel að Morsa og félagum hans sem umkringdir eru einhverjum stórkostlegasta fjallahring á Íslandi. Ekki er mælt með því að leggja á Morsár- jökulinn sjálfan til að komast nær fossunum, enda krosssprunginn og stöðug hætta á ísskriðum. Ganga að Morsárlóni er mest á sléttlendi og tekur daginn, enda í kringum 30 km fram og til baka og enn lengri ef komið er við í Bæjarstaðaskógi. Einnig er hægt að berja Morsárfossa augum ofan af Skorum á Skaftafells- heiði eða af Kristínartindum. Á leiðinni heim er síðan tilvalið að kíkja á Svartafoss sem rammaður er inn af sérlega snotru stuðlabergi.

Share on facebook
Deila á Facebook