Hnju-1-7

Ólafur Már Björnsson er augnlæknir og starfar hjá Sjónlagi Augnlæknastöð í Reykjavík. Helstu áhugamálin eru útivist hvers konar en þá sérstaklega fjallaskíðaferðir og fjallgöngur í íslenskri náttúru. Ljósmyndun og kvikmyndun er hans ástríða sem fer vel saman við brennandi áhuga á náttúru Íslands og ekki síst náttúruvernd.

Tómas Guðbjartsson er hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild HÍ. Hann hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður um áratuga skeið, nú síðast í fjallaskíða- og jöklaferðum fyrir Ferðafélag Íslands. Tómas hefur verið ötull í náttúruverndarbaráttu og eftir hann liggja fjölmargar greinar í blöð og tímarit um náttúru Íslands.