Ásbyrgi

Ein stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi er Ásbyrgi í Axarfirði, 3,5 km löng og 1,1 km breið hamrakví þar sem þverhníptir klettaveggirnir eru allt að 100 m háir. Í miðju Ásbyrgi er síðan 2 km löng og 250 m breið hömrum girt eyja sem klýfur það í tvennt og heitir ein- mitt Eyja. Úr lofti líkist skeifulaga Ásbyrgi því risastóru hóffari sem norræn goðafræði segir Sleipni, áttfættan hest Óðins, hafa skilið eftir sig þegar hann skeiðaði yfir heiminn. Jarðbundnari vísindamenn segja Ásbyrgi hins vegar gamlan árfarveg Jökulsár á Fjöllum sem gróf gljúfrin ofan í lagskipt dyngjuhraun í hamfaraflóðum fyrir 8-10 og 3 þúsund árum síðan. Skóp áin um leið risafoss innst í Ásbyrgi og þar sem hylur hennar var er í dag einkar snotur Botnstjörn. Jökulsá breytti síðar um farveg til austurs og yfirgaf Ásbyrgi, sem í dag hýsir hávaxinn skóg þar sem skjólið af hamraveggjunum býr til athvarf fyrir gróður og fugla.

Ásbyrgi er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði en Jök- ulsárgljúfur voru friðlýst sem þjóðgarður árið 1973. Í Ásbyrgi og norðanverðum Jökulsárgljúfrum eru frá- bærar gönguleiðir sem ættu að höfða til allra. Við mynni byrgisins er frábært tjaldstæði og gestastofa Vatnajökul- sþjóðgarðs, Gljúfrastofa, þar sem upplagt er að fá upp- lýsingar um svæðið og hefja gönguna. Auðveld göngu- leið liggur inn að Botnstjörn og önnur slík upp á Eyjuna. Lengri 12 km leið er svokallaður Kúahvammshringur. Þá er farið upp á austanverðan gljúfurbarminn með því að styðjast við kaðal og stigaí Tófuklif og síðan gengið meðfram barminum að svokölluðum Klöppum. Þarna býðst besta útsýnið yfir Ásbyrgi en einnig má þarna sjá stóra skessukatla í gömlum farvegi Jökulsár. Auðvelt er að sjá fyrir sér þegar áin steyptist 100 m fram af brún- inni í risafossi sem var helmingi hærri og miklu vatns- meiri en Dettifoss í dag. Hægt er að ganga sömu leið til baka en skemmtilegra er að ganga austur yfir gróður- vana heiði uns komið er að Jökulsá og iðagrænum skógi við Kúahvamm. Gljúfrunum er fylgt áfram norður að Gilsbakka og Ástjörn og þaðan aftur að þjónustumið- stöðinni. Ein af stórkostlegustu göngumleiðum á Íslandi liggur að Ásbyrgi frá Dettifossi, meðfram Jökulsárgljú- frum í gegnum Hólmatungur og Hljóðakletta. Þessa 32 km leið má einnig hjóla eða hlaupa á tveimur jafn fljótum þótt varla náist sami hraði og hjá áttfættum Sleipni forðum.

Share on facebook
Deila á Facebook