Á Íslandi er víða að finna náttúrulaugar sem frá örófi alda hafa verið nýttar til þvotta og baða. Yfirleitt er þær að finna á einhverju af 250 lághitasvæðum landsins sem flest eru á láglendi og hafa ávalt talist hin mesta búbót. Reykholtslaugar er getið í Landnámu en þar náði Snorri Sturluson að slaka á milli skrifa og í Reykja- laug á Ströndum á Grettir sterki að hafa skellt sér ískaldur eftir Drangeyjarsund og baðið orðið til þess að hann treysti sér til að njóta ásta síðar um kvöldið. Flestir nota þó náttúrulaugar til að slaka á og ná úr sér þreytu, t.d. eftir gönguferðir. Laugarnar í Landmanna- laugum og á Hveravöllum eru vinsælar hjá göngufólki en sömuleiðis Strútslaug að Fjallabaki og Stórugjá við Mývatn. Aðrar náttúrulaugar eru enn afskekktari og því lítt þekktar. Eina slíka er að finna í Hveragili í Kverkfjöllum, skammt frá norðurbrún Vatnajökuls við vestanverðan Brúarárjökul. Nafn sitt dregur Hveragil af allt að 60 gráðu heitum uppsprettum sem leynast á nokkrum stöðum í botni jökulár sem rennur eftir þröngu en tignarlegu gili. Þarna hefur jarðhitinn myndað fallegar kalkútfellingar í ánni og á bökkum hennar sést fallegur gróður sem stingur í stúf við svarta auðnina í kring. Þessi afskekkta gróðurvin liggur í næstum 1200 m hæð og á líf sitt að þakka jarðvarm- anum, sem einnig gerir jökulánna baðhæfa. Á það ekki síður við um vetrarbað þegar leysingarvatn er minna og áin því heitari.
Það er fyrirhafnarinnar virði að heimsækja Hveragil og kynnast óspjallaðri auðn Kverkfjallarana.
Það er fyrirhafnarinnar virði að heimsækja Hveragil og kynnast óspjallaðri auðn Kverkfjallarana. Frá Sig- urðarskála er 15 km ganga vestur í Hveragil og liggur leiðin inn á milli eldfjalla og gilja, um dali og svarta sanda. Þarna er auðvelt að villast og því skynsamlegt að fá GPS-hnit gönguleiðarinnar hjá landvörðum. Þetta er löng dagsganga í anda Grettis sterka en sprækt göngufólk getur bætt við Biskupsfelli (1240 m) á heim- leiðinni sem er frábært útsýnisfjall. Þægilegri valkost- ur er að keyra áleiðis að Hveragili eftir torfærum slóða skammt sunnan Hvannalinda sem liggur inn að Brúar- jökli og aðalupptökum Kreppu. Þaðan er stutt ganga að Hveragili með upphitaðri á þar sem hægt er að slaka á eins og Snorra Sturluson gerði forðum í Reykholti.