Mjóifjörður

Einn fallegasti fjörður á Austurlandi er 18 km langur Mjóifjörður en hann líkt og treður sér inn á milli bræðra sinna, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Eins og nafnið gefur til kynna er hann ekki ýkja breiður, eða víðast um 2 km að breidd. Í Mjóafirði var áður blómleg byggð, ekki síst þegar norskir hvalveiðimenn stunduðu þaðan hval- veiðar um 12 ára skeið í byrjun síðustu aldar. Á Asknesi við sunnanverðan fjörðinn má sjá leifar norskrar hval- veiðistöðvar sem upp úr 1900 var ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Í dag hafa innan við 20 manns fasta búsetu í Mjóafirði og búa flestir þeirra í Brekku sem er eitt minnsta þorp á Íslandi, en státar þó af kirkju og gistiheimili og veitingasölu á sumrin. Einn akvegur er ofan í Mjóafjörð og liggur hann yfir sérlega snjóþunga Mjóafjarðarheiði sem vkegna snjóa lokast yfir vetrar- mánuðina. Eru þá einu samgöngurnar í Brekku áætlunarferðir af sjó frá Norðfirði.

Í Mjóafirði var áður blómleg byggð, ekki síst þegar norskir hvalveiði- menn stunduðu þaðan hvalveiðar um 12 ára skeið í byrjun síðustu aldar.

Í þröngum Mjóafirðri er mikil veðursæld en skjólið sér til þess að birki og annar gróður þrífst þar vel. Af mörgum djásum fjarðarins eru það fossar af öllum stærðum og gerðum sem stela athyglinni. Klifbrekkufossar innst í firðinum eru þeirra tilkomumestir og teljast með fal- legustu fossum landsins. Um er að ræða fossakeðju í Fjarðará sem steypist næstum 100 m niður í fjörðinn ofan af sjö þrepum. Auðvelt er að komast að Klifbrekkufossum, enda eru þeir steinsnar frá bröttum akveginumofan í Mjóafjörð. Best er að leggja bílum neðan við neðstu fossana og fylgja síðan stígum upp eftir fossunum norðan megin árinnar. Fara þarf varlega við efstu fossana enþaðan er frábært útsýni út Mjóafjörð. Mjóifjörður geymir fjölda annarra fossa sem gaman er að rölta að en þéttur birkiskógur getur tafið för. Þó er auðvelt að komast að stórbrotnu Prestagili sunnanmegin í firðinum en það hýsir snotran foss. Þar segir þjóðsagan að tröllskessa hafi tælt með sér tvo presta. Áður en haldið er heim úr Mjóa- firði er tilvalið að heimsækja veðurathugunarstöðina á Dalatanga. Er þá þræddur mjór slóði sem liggur eftir skriðum út eftir firðinum að einu einagraðata býli landsins og er frábær fjallahjólaleið. Þarna er gaman að skoða tvo rúmlega aldargamla ljósvita með útsýni til allra átta, m.a. að Glettingi

Share on facebook
Deila á Facebook