Skeggi minnir á Dólómítana

Hengillinn er klasi móbergsfjalla við dyragætt Reykjavíkur og sést vel þaðan. Þetta er gömul megineldstöð og sú eina sem tilheyrir eldstöðvakerfi Reykjanesskaga. Undir Henglinum er mikið kvikuhólf og í nágrenni hans jarðhiti sem nýttur er í Hellisheiðarvirkjun og Nefjavallavirkjun, einhverjum stærstu jarðvarmavirkj í heimi.  En Hengillinn er ekki aðeins risastór ofn heldur einng sérstök náttúruperla ,hvort sem hún er heimsótt gangandi eða á fjalla- eða ferðaskíðum. Þetta á ekki síst við um hæsta tindinn, Vörðu-Skeggja, sem gnæfir í 805 m hæð í norðvesturhluta fjallaklasans og bíður rólegur eftir að verða heimsfrægur eins og náttúrulaugarnar í Reykjadal vestar í Henglinum. Þennan útvörð Hengilsvæðsins ættu allir að heimsækja en ekki tekur nema hálftíma að aka að gönguleiðunum úr Reykjavík og útsýnið af toppnum mergjað.  

Hægt er að velja um nokkrar leiðir velja flestir Sleggjubeinsskarð sem auðvelt er að nálgast af veginum að Hellisheiðarvirkjun af Hellisheiði.  Þaðan stikuð gönguleið í gegnum Innstadal og eftir Hveragili og síðan fylgt móbergshryggjum upp á Skeggja. Til baka má velja aðra leið vestar eða austar. Gönguleið norðanmegin eftir Dyradal er enn tilkomummeiri. Er þá ekinn Nesjavallavegur að Þingvöllum uns komið er að þessum þrönga og svipmikla dal. Snarbrattur norðurveggur Skeggja blasir við beint í suður og minnir á Dólómítana í ítölsku Ölpunum. Þarna eru engar hitaveituleiðslur, borholur né virkjanir og auðvelt að gleyma sér í stórkostlegri náttúru sem skartar hellum og stórkallalegum hraunmyndunum. Botni dalsins er fylgt að klettaveggnum og sneitt upp brattar brekkur austan Skeggja en hátindinum er auðveldast að ná úr suðaustri. 

Á veturna er rétt að hafa jöklabúnað með í för en þessi brekka er líkt og aðrar brekkur á Henglinum frábær fyrir fjallaskíði, ekki síst niður Sleggjbeinsskarð eða norðvesturhlíðar hans. Af Vörðu-Skeggja er einstakt útsýni til norðurs yfir Þingvallavatn, Ármannsfell, Skjaldbreið og Hlöðufell og í austri blasir sjálf Hekla við ásamt Tindfjöllum og Eyjafjallajökli. Í næsta nágrenni eru síðan Vífilfell og Bláfjöll og í vestur höfuðborgin eins og hún leggur sig ásamt Esju Móskarðahnjúkum og Skálafelli.

Share on facebook
Deila á Facebook