Súlutindar eru með tignarlegustu tindum landsins en þeir draga nafn sitt af súlulaga klettadrangi sem gnæfir upp af vestanverðum Skeiðarárjökli, stærsta skriðjökuli sem rennur frá sunnanverðum Vatnajökli 

Súlur eru röð tinda

Illkleif Súlan er ekki hæst Súlutinda heldur syðsti tindurinn (696 m) sem úr fjarlægð sýnist illkleifur en er tiltölulega auðveldur uppgöngu úr suðvestri, ólíkt Súlunni sjálfri

MAGNAÐ útsýni

Af Suðurtindinum er gríðarlegt útsýni yfir Skeiðarárjökul og litrík Skaftafellsfjöllin handans hans

 

Fleiri risar

Austar blasir við Öræfajökull með Hvannadalshnjúk í broddi fylkingar, en einnig Hrútsfjallstindar og skógi vaxin Austurheiði upp af Skaftafelli

 

Abstrakt jökull

Óvíða sést betur hvílíkt flæmi Skeiðarársandur er en hann þekur næstum 2% af yfirborði landsins. Svartar sandrákirnar í hvítum jöklinum mynda form sem minna á abstrakt listaverk. Sunnan Skeiðarárjökuls taka við vatnsmiklar jökulár sem voru miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar 1974 og hringvegurinn opnaður

 

Töfraskógur

Best er að ganga á Súlutinda úr Núpsstaðaskógi sem er með fallegustu stöðum á landinu  

Tjaldstæði með sturtu

Óvíða er fallegra að slá upp tjaldi en á kjarri vöxnum aurum Núpsstaðaskóga undir Valabjörgum. Þarna er ekkert skipulagt tjaldsvæði sem eykur upplifunina og sumstaðar einkasturta í boði

 

Grænn bangsi

Vestur af Núpsstaðaskógi er Björninn, sundurskorið fjall og gróið líkt og Lómagnúpur sunnar 

Gengið á syðsta súlutindinn

Frá Núpsstaðaskógi er gengið milli þröngra gilja í austur upp Sniðabrekkur, sunnan við fjallið Bunka. Síðan er stefnan tekin á syðsta Súlutindinn sem er 696 m hár  

 

skörðin

Á leiðinni upp sést í sunnanverðan Vatnajökul og fjöll í honum eins og Geirvörtur og Þórðarhyrnu. Áður en haldið er heim er gaman að kíkja í bæði skörðin, sérstaklega það nyrðra  

Súlan í návígi

Í nyrðra skarðinu má virða fyrir sér fagurlega skapaða 60 m háa Súluna og þverhnípta veggi Súlutinda. Súla var fyrst klifin 1990 og þótti mikil frægðarför, enda bergið afar laust í sér

 

Dansgólf í Súlnasal

Á toppnum býðst eitt fallegasta útsýni á Íslandi, sannkallaður Súlnasalur þar sem rákóttur Skeiðarárjökull er dansgólfið. Haldið er sömu leið niður Sniðabrekkur en eftir því sem farið er sunnar eru minni líkur á því að lenda í völundarhúsi snarbrattra gilja