Tómas Guðbjartsson er hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild HÍ. Hann hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður um áratuga skeið, nú síðast í fjallaskíða- og jöklaferðum fyrir Ferðafélag Íslands. Tómas hefur verið ötull í náttúruverndarbaráttu og eftir hann liggja fjölmargar greinar í blöð og tímarit um náttúru Íslands.