Fyrst er gengið á göngustíg um mela en um miðbikið taka við lausar skriður og síðan jökull sem getur verið sprunginn efst. Eftir 3-5 stunda göngu er komið á ávalan tindinn sem býður upp á mikið útsýni, m.a. til Kverkfjalla, Herðubreiðar, Dyrfjalla, Lagarfljóts og Lónsöræfa.