Askja í Dyngjufjöllum lætur engan ósnortinn sem hana heimsækir, enda með stórkostlegustu náttúrperlum Íslands. Óvíða á Íslandi hafa náttúruöflin verið jafn virk sem sést á fjölmörgum eldgosum sl. 150 ár og á einu stærsta berghlaupi á nútíma sumarið 2014. Á sl. mán- uðum hefur land verið að rísa að nýju í Öskju sem gæti verið vísbending um að hún sé enn og aftur að rumska. Vonandi verða þær ræskingar ekki eins og 1875 en þá tæmdist kvikuhólf undir Dyngjufjöllum skyndilega. Við það myndaðist 11 ferkílómetra stór sigdæld sem varð 220 m djúpt Öskjuvatn. Örstutt frá Öskjuvatni varð til í sama gosi sprengigígurinn Víti en á örfáum klst. náðihann að spúa ljósbrúnni ösku yfir stóran hluta Austur- lands og barst hún alla leið til Skandinavíu. Afleið- ingarnar urðu alvarlegur uppskerubrestur í sveitum Norðausturlands. Síðan hafa orðið mörg gos í Öskju en smærri í sniðum. Síðasta gosið var í gjallgígum Vikra- borga árið 1961 og rann frá þeim biksvart Vikrahraun í tilkomumiklu gosi. Enn minni gos urðu á árunum 1921- 1930, en í einu þeirra 1926 myndaðist lítil eyja í Öskju- vatni sem fékk nafnið Askur og í öðru gosi 1921 rannlítið hraun sem fékk nafnið Bátshraun. Mývatnsbændur höfðu sumarið áður rogast með bát inn að Öskjuvatni til að rannsaka það en þegar þeir komu þangað ári síðar var hann horfinn undir hraun.
Tilkomumest af nýlegum hraunum í Öskju er þó Mývetningahraun frá 1922, en það er suður af vatningu og 2,2 ferkílómetra stórt. Sérkennilega rauður litur þess stingur í stúf við svartan öskjubotninn og heiðblátt Öskjuvatn sem víða skartar hvítum jarðhitaútfellingum við ströndina. Þarna eru greinileg ummerki áðurnefnds berghlaups fyrir átta árum síðan en þá losnaði 800 m breið spilda úr norðaustanverðurm Dyngjufjöllum og steypist út í vatnið. Olli hún allt að 30 m hárri flóðbylgju sem skall á bökkum vatnsins og teygði vatn sig hundr- uðir metra upp á flatlendiÖskju. .
Þótt Mývetningahraun teljist utan alfaraleiða er klár- lega vert að gera sér leið þangað ogberja augum rautt hraungólfið. Flóðbylgjan hefur slípað það til eins og flísagólf en svört innskotin gætu allt eins verið fúgur Ekið er frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili að bílastæði við Vikraborgir. Þaðan er fylgt stikaðri gönguleið að Víti og Öskjuvatni og síðan haldið áfram með- fram vatninu vestanverðu að Mývetningahrauni, tæplega 20 km báðar leiðir.