Fljótavík

Ein af mörgum stórbrotnum víkum Hornstranda er Fljótavík, milli Aðalvíkur og Almenninga vestari. Leiðir að þessari afskekktu vík eru hins vegar torsóttar og hún því utan helstu gönguleiða í friðlandinu. Margir Horn- strandafarar hafa því ekki borið Fljótavík augum, sem skartar tilkomumiklum fjallahring með Kögur yst í norðri og Hvestu að sunnanverðu. Þar sem Fljótavatn leggur undir sig mest af víkinni er undirlendi lítið. Samt voru þarna áður þrjú býli, Tunga, Glúmsstaðir og Atla- staðir, en þrátt fyrir silungsveiði í vatninu var búskapur erfiður, ekki síst vegna snjóþyngsla.

Fljótavík tengist stórættuðum Geirmundi heljar- skinni sem Landnáma segir hafa yfirgefið Noreg fyrir Skarðsströnd í Breiðafirði. Geirmundur er aðal sögu- persónan í athyglisverðri bók Bergsveins Birgissonar, Leitinni að svarta víkingnum, en heljarskinn vísaði til dökks húðlitar hans. Geirmundur var stórtækur í rostungsveiði, en þeir voru taldir algengir hérlendis við landnám, sérstaklega á norðanverðum Vestfjarða- kjálkanum. Sló hann því eign sinni á hluta Hornstranda, þar á meðal Fljótavík. Þar rak þræll hans Atli verstöð fyrir rostungsveiðar en bæði tennur og húðir rostunga voru afar verðmætar afurðir.

Komast má í Fljótavík eftir ýmsum fornum göngu- leiðum, þótt sumir kjósi sjóleiðina eða mæti þangað fljúgandi og er þá lent á flugbraut sem ábúendur sumardvalahúsa yst í víkinni hafa lagt. Að sunnan- verðu liggja tvær gönguleiðir frá Látrum í Aðalvík og er sú um Tunguheiði auðveldari, þótt hún nái 420 m hæð. Hin leiðin liggur austar um Tröllaskarð inn í botn Fljótavíkur að Glúmsstöðum, en önnur torfær göngu- leið að botni Fljótavíkur liggur yfir Háuheiði frá Hest- eyri. Gönguleiðirnar að austanverðu frá Almenningum vestari eru þægilegri, ekki síst stikaða leiðin um Þor- leifsskarð úr Kjaransvík og Hlöðuvík. Er þá gengið yfir Almenningaskarð, en efst sést vel yfir norðanverðar Hornstrandir. Þarna er tilvalið að kasta af sér byrðum og ganga að klettabásnum Kirfi, eða halda áfram för út í Kögur þar sem miðnætursólin er sérlega tilkomumikil. Ofan í Fljótavík er oftast gengið með fram norðanverðu Fljótavatni að áðurnefndum Atlastöðum. Á leiðinni eru fallegar hvítfyssandi ár og grösug engi sem geta verið blaut yfirferðar. Við Atlastaði er tjaldstæði en skammt frá því er Bæjarvað þar sem hægt er að komast yfir ósinn á fjöru. Fyrir miðju vatni er síðan torfundnara Langa- nesvað sem liggur eftir 300 m löngu og sveigðu malar- rifi. Þarna fölnar skinnið á fótleggjum göngugarpa, en er samt heljarinnar gaman.

Share on facebook
Deila á Facebook