Rjúkandi feludalur

Nú er tæpt ár liðið frá því gosið í Geldingadölum hófst við rætur Fagradalsfjalls, nánar tiltekið þann 19. mars 2021. Gosið stóð í hálft ár og var einkar tilkomumikið. Í fyrstu rann hraun út á flatir Geldingadala en þegar það náði yfir lægstu börum dalkvosarinnar streymdu hrauneldur ofan í Meradali og síðar Nátthaga. Skyndi- lega urðu þessir feimnu og leirugu feludalir á hvers manns vörum, enda leit út fyrir að hraunið myndi renna mótstöðulítið eftir þeim og yfir Suðurstrandaveg. Til þess kom þó ekki og í Nátthaga stöðvaðist hrauntungan rúmum km frá malbikuðum veginum. Þaðan má því virða fyrir sér hrauntunguna í Nátthaga sem enn rýkur úr. Hraunbreiðurnar í Meradölum eru afskekktari en jafnframt stærri og tilkomumeiri. Þær þekja stóran hluta þessa fallega dals sem er í landi Hrauns austan Grindavíkur. Þótt Meradalir hafi löngum þótt gróður- snauðir og lítið um vatn þá voru þeir svo öldum skiptir nýttir til beitar. Því bera vitni sel sem þarna hafa fundist en eki síuðr örnefni eins og Meradalir, Geldingadalir, Stóri-Hrútur, Hrútadalur, Litli-Hrútur,Tryppalágar og Nautahóll. Bústofninnn var þó sennilega lítill, enda jörðin Hraun talin í sóknarlýsingu með þeim gróðursnauðustu á Suðurlandi og í jarðabók frá upphafi 18. aldar eru taldir upp tveir hestar, ein meri, þrír sauðir, fjórar kýr, ellefu ær, nokkrar gimbrur og lömb.

Það er auðveldast að komast að Meradölum gangandi eða hjólandi að sunnanverðu frá Suðurstrandavegi. Leggja má bílum við Skála-Mælifell, skammt austan Ísólfsskála, og þaðan fylgt slóða í norður að Stóra-Hrúti sem ábúðarmikill vakir yfir Meradölum. Þarna blasir biksvart hraunið við og leggur enn frá því myndarlega gufustróka. Þarna sést vel hvernig hraunið hefur runnið ofan úr mikilfenglegum gígnum í Geldingadölum og niður brekkurnar í Meradali. Einnig er valkostur að ganga upp á Stóra-Hrút (351 m) frá Suðurstrandavegi, en ofan af honum er besta útsýnið yfir eldstöðvarnar í Geldingadölum og hraunbreiðurnar í Meradölum. Göngu í Meradali má einnig hefja við Keili, en frá honum eru 10 km að nyrstu hrauntungunum. Síðan er tilvalið að halda göngunni að Suðurstrandavegi, og láta sækja sig þar,eða halda vestur eftir hlíðum Fagradals- fjalls að bílastæðinu við Nátthagakrika. Þetta er frábær 20 km fjallahjólaleið en ekki síður tilkomumikil ferða- skíðaganga að vetri til.

Share on facebook
Deila á Facebook