Fontur

Langanes er 40 km langur skagi sem teygir sig til norð- austurs milli Þistilfjarða og Bakkaflóa en yst mjókkar það í tilkomumikinn bjargtanga sem kallast Fontur.Örnefnið Fontur er til á a.m.k. fjórum stöðum á landinu og eru þeir á austanverðu landinu, þ.á.m. tveir í Norð- firði. Merking orðsins er stólpi eða staur, sbr. orðið skírnarfontur yfir ker á stalli, og orðtakið að standa eins og fontur sem þýðir hreyfingarlaus. Við Font eru þverhnípt sjávarbjörg sem eru allt að 70 m há og í þeim mikið fuglalíf. Þarna stendur fallegur viti frá 1950 sem leysti af hólmi eldri vita frá 1910 og 1914 en í vitanum er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Löngum var búið áLanganesi en byggðin var strjál, enda útnesið víða grýtt og hrjóstrugt. Í staðinn voru mikil hlunnindi af bjarg- fuglatekju, reka og útræði sem stundað var úr víkum, oft við erfiðar aðstæður.

Það er óhætt að mæla með heimsókn út á Langanes og víða skemmtilegar göngu- og fjallahjólaleiðir, ekki síst meðfram stórfenglegum fuglabjörgunum sem virðast endalaus. Frá Þórshöfn er 38 km akstur út á Skoruvík á Langanesi. Á leðinni er gaman að koma við á kirkju- jörðinni Sauðanesi en þar er safn í gamla prestsetrinu. Frá Skoruvík er 12 km langur jeppaslóði út á Font sem einnig er skemmtileg fjallahjólaleið. Hana má einnig ganga eða fylgja björgunum vestan megin út á Font ogþræða síðan björgin austan megin til baka. Má þá koma við á Skálum og skoða rústir áður blómlegs fiskimanna- samfélags og löggtilts verslunarstaðar en þegar mest var bjuggu á Skálum 120 manns.

Við Font er gríðarlega mikið fuglalíf og auðvelt að berja augum lunda en einnig langvíu, teistu, álku, fýl og ritu. Við Skorarvíkurbjarg er síðan reisulegur kletta- drangur, Stórikarl, en þar er stærsta súlubyggð á Norður- landi og auðvelt að fylgjast úr návígi með þessum tígul- lega fugli sem oft er kallaður drottning Atlandshafsins. Þarna er einnig mikið af kríu og innar á nesinu má sjá vaðfugla og sjaldgæfar jurtir eins og fléttuna kletta- króða. Skammt frá vitanum, er Engelskagjá, rauf sem nefnd er eftir enskri áhöfn skips sem strandaði þar fyrir utan snemma á 18. öld löngu og gat klöngrast þar upp. Samt urðu mennirnir allir úti á leið til bæja úr vosbúð nema skipstjórinn. Eru skipverjarnir sagðir grafnir við trékross sem stendur við 5 km langan veg milli Skoru- víkur og Skála, en á honum er áletrunin: “Hér hvíla 11 enskir menn”. n

Share on facebook
Deila á Facebook