Litla Víti

Á Íslandi eru allnokkur örnefni sem vísa til helvítis, líkt og Víti sem af einhverjum ástæðum eru langflest á norðausturlandi. Frægast þeirra er sprengigígurinn Víti í Öskju sem myndaðist við eldsumbrotin miklu 1875. Við rætur fjallsins Kröflu er annað Víti sem varð til í Mývatnseldum 1724 og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Færri þekkja hins vegar til Stóra-Vítis, Litla-Vítis og Langa-Vítis á Þeistareykjarbungu. Hún er flatvaxin dyngja (564 m) sem myndaðist fyrir rúmlega10.000 árum síðan þegar þunnfljótandi hraunlög runnu hvert yfir annað úr toppgígnum Stóra-Víti. Þvermál gígsins sem klæddur er þverhníptum hamraveggjum er tæpur kílómetri og dýpi u.þ.b. 100 m. Norðan hans er aflangur eldgígur, Langa-Víti en frá honum rann hraun sem er yngra en Þeistareykjarbunga. Sunnan Stóra-Vítis er síðan Litla-Víti. Það gefur stóra bróður ekkert eftir nema stærðina, en gígurinn er tæplega 150 m að breidd og 40 metra djúpur. Reyndar er Litla-Víti ekki eiginlegur gígur heldur fallgígur (pit crater) en hann varð til þegar þak á hraunrás frá toppgíngum gaf sig og skildi eftir fal- lega formaða gígskálina. Hún er næstum fullkomlega hringlaga og gígurinn eins og stansaður út úr yfirborði dyngjunnar, þannig að úr lofti minnir hún helst á risa- stóra holu á golfvelli.

Það er óhætt að mæla með ferð að Stóra- og Litla-Víti, annað hvort akandi eða ríðandi en skemmtilegast er að notast við fjallahjól, enda frábær fjallahjólaleið. Frá Húsavík er ekið upp að Þeistareykjum og þaðan fylgt jeppaslóða í austur að gígunum tveimur. Á leiðinni er tilvalið að kíkja inn í helli sem heitir Togarahellir en háhitasvæðið við Þeistareyki er lítið fyrir augað eftir að það varð virkjun að bráð. Þar var á árum áðurr unn- inn brennisteinn sem hreinsaður var á Húsavík og síðan fluttur til Kaupmannahafnar. Efst á Þeistareykjarbungu er gaman að ganga í kringum báða gígana, og sést þá vel hversu snotur sá minni er. Gígana er einnig hægt aðheimsækja að vetri til á ferðaskíðum en fara verður með gát því holurnar sjást illa á snjóþungri heiðinni. Þarna er rét að hafa Víti til varnaðar og forðast óvænt ferðalag til hins neðra. Hægt er að halda sömu leið til baka eða halda áfram för eftir torfærum jeppaslóðum í átt að Kröflu eða Axarfirði. n

Share on facebook
Deila á Facebook