Ragnarstindur

Flest fjöll á Íslandi og fossar eiga sér nöfn sem sum má rekja allt aftur til landnáms. Á þessu eru þó undantekn- ingar eins og hæstu fossar landsins inn af Morsárdal en þeir eru enn nafnlausir líkt og margir af fossum í Hvalá og Eyvindarfjarðará norður á Ströndum. Í Skaftafells- fjöllum, milli Morsárdals og Skeiðarárjökuls, var einnig lengst af nafnlaus 1.370 metra hár tindur sem úr fjar- lægð minnir á ísaðan hanakamb. Árið 2000 fékk hann nafnið Ragnarstindur í höfuðið á Ragnari Stefánssyni, fyrsta þjóðgarðsverði í Skaftafelli. Því starfi gegndi Ragnar frá 1973 til 1986 en hann lést áttræður að aldri árið 1994. Ragnar átti stóran þátt í stofnun Skaftafells- þjóðgarðs árið 1967 en ári áður seldi hann ríkinu jörð sína Hæðir sem ásamt jörðunum Bölta og Seli urðu kjöl- festa þjóðgarðsins. Framsýni stjórnvalda þess tíma aðgera Skaftafell að þjóðgarði var mikil og árið 2008 varð hann hluti mun stærri Vatnajökulsþjóðgarðs. Reynslan sýnir að Íslendingar eru yfirleitt sáttir við þjóðgarða sína og friðlönd, sem vert er að hafa í huga þegar sífellt er sótt að ósnortnum víðernum á hálendi Íslands.

Ganga á Ragnarstind er löng og á köflum brött og nokkuð strembin. Lagt er af stað frá bílastæði í Skafta- felli skammt frá Morsá, sem farið er yfir á göngubrú.Síðan tekur við löng ganga inn aflíðandi Morsárdal, en upp af honum rís tignarleg tindaþrenna; Þumall (1.279 metrar), Miðfellstindur (1.430 metrar) og Ragnarstind- ur. Gengið er upp bratt Vestra-Meingil og síðan tekur við Hnútudalur og upp af honum brattar snjófannir undir klettum Miðfellstinds. Þetta er erfiðasti hluti leiðarinnar og krefst jöklabúnaðar og jafnvel sérstakra jöklatrygginga. Skammt frá rótum Þumals er stefnt inn á jökulinn norðan Miðfellstinds og haldið í austur að Ragnarstindi. Hanakamburinn er brattur efst en oftast er hægt að þræða með jöklabúnaði snjóbrekkur austan megin upp á tindinn. Þarna býðst ótrúlegt útsýni yfir Kjós og Morsárdal en líka Öræfajökul, Hrútsfjallstinda, Skarðatind og Kristínartinda. Á leiðinni heim er tilvalið að toppa Miðfellstind og eftir það er haldin sama leið til baka niður Hnútudal. Þetta eru samanlagt um 34 kílómetrar og tekur 16-18 tíma. Því er valkostur að tjalda innst í Morsárdal og taka tindana tvo á tveimur dögum. n

Tindaþrennan í Skaftfa- fellsfjöllum séð neðan úr Morsárdal. Frá vinstri Þumall, síðan Miðfell- stindur og loks Ragnarstindur.

MYND/ÓMB

Share on facebook
Deila á Facebook