Snapadalur í Vonarskarði

Eitt fallegasta örnefni á Íslandi er Vonarskarð sem er hrjóstrugur en svipmikill dalur á milli Tugnafellsjökuls og Bárðarbungu í Vatnajökli. Skarðið liggur í 900 m hæð og í því eru vatnaskil þar sem hægt að sjá Skjálfandafjljót renna til norðurs og Köldukvísl til suðurs. Þarna riðu bændur fyrr á tímum á leið sinni milli landshluta, en í Landnámu segir frá Vonarskarði og að Bárður Heyvangurs-Bjarnason hafi farið þar í gegn þegar hann flutti búferlum úr Bárðardal í Fljótshverfi á Suðurandi. Í Landnámu er þó ekkert minnst á Snapadal sem er helsta náttúruperlan í Vonarskarði. Þetta stórbrotna háhitasvæði með þetta sérstaka nafn státar af gufu og leirhverum sem stinga skemmtilega í stúf við jöklana og fjöllin í kring. Inn á milli hveranna smá síðan sjáskærgræna gróðurbletti og plöntur sem eiga jarðhitanum líf sitt að þakka. Í Vonarskarði er einstakt útsýni þar sem mikið ber á Bárðarbungu og Tugnafellsjökli en senuþjófurinn er fjallgarðurinn upp af Snapadal. Þessi litríku líparítfjöll bera sérstaklega falleg nöfn sem eru afar viðeigandi, eins Skrauti (1326m), Rauðkúla og Laugakúla. Í miðju skarðinu er síðan lægra en fallega mótað fjall, umlukið svörtum sandi og jökulám.

Hægt er að komast í Vonarskarð gangandi úr Nýjadal á Sprengisandsleið en þar eru skálar og tjaldstæði Ferðafélag Íslands. Frá þeim er 13 km aflíðandi ganga í Snapadal og er gengið meðfram grænum Nýjadal með útsýni yfir snarbrattar suðurhlíðar Tungnafellsjökuls. Með hring í Snapadal er þetta því langur göngudagur en sprækt göngufólk ætti að bæta við göngu á Skrauta sem er frábært útsýnisfjall. Er þá fjallgarðurinn vestur og suður af Snapadal þræddur út á Skrauta sem stendur yst. Hægt er sð stytta gönguna í Snapadal með því að aka jeppa norður fyrir Tungnafellsjökul og koma þannig inn í Vonarskarð. Þar er bílastæði og þaðan er gengið inn að hverasvæðinu í Snapadal, sem er mun styttri ganga en úr Nýjadal. Vonarskarð er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og háhitasvæðið verður því ekki virkjun að bráð, enda einhver stórkostlegustu ósnortnu víðerni á hálendi Íslands

Share on facebook
Deila á Facebook