Einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi er Stórurð við rætur Dyrfjalla á Héraði. Þarna er að finna grettistök sem eru á stærð við heilu húsin, en inn á milli leynast spegilsléttar tjarnir þar sem vatnið hefur sérkennilegan sægrænan blæ

Falinn fjársjóður

Ólíkt Dyrfjöllum, sem sjást víða að, þá er Stórurð falinn gimsteinn sem flestir hreinlega keyra fram hjá á leið sinni austur á Borgarfjörð eystri og Víkur

Auðvelt er að komast í Stórurð gangandi og eru nokkrar leiðir í boði, allar greiðfærar. Algengast er að ganga hring sem hefst og endar við Vatnsskarð eystra, Héraðsmegin, en að uppgöngustaðnum er aðeins hálftíma keyrsla frá Egilsstöðum. Þetta er um 16 km stikuð gönguleið fram og tilbaka og tekur daginn


Lego duplo

Upplifunin að koma að björgunum í Stórurð, sem eru eins og risavaxnir legókubbar sem fljóta á sægrænu jökulvatni, er engu lík

 

Græna undrið

Talið er að þessi stóru mosavöxnu björg hafi borist niður úr Dyrfjöllum með skríðandi jökli eða hlaupi af einhverju tagi. Græna vatnið er jökul­bráð úr jöklum í hlíðum Dyrfjalla sem skapa ómótstæðilegt baksvið Stórurðar

 

með fallegustu stöðum landsins

Það er ekki hægt annað en heillast af náttúrufegurðinni í Stórurð og ótrúlegt að slík náttúruperla skuli hvorki vera friðland né tilheyra þjóðgarði. En sjón er sögu ríkari

 

litaandstæður

Svartir klettar, sægræn vötn og grænn mosi kallast skemmtilega á við og á vorin  og fram eftir sumri bætist hvítur snjórinn 

 

Viðkvæmur gróður

Í Urðinni eru fallegar mosabreiður og grasflatir þar sem harðgerðum blómum bregður fyrir. Gróðurinn er viðkvæmur og þess vegna mikilvægt að halda sig við stíga

Dýr leikmynd

Nálægðin við Dyrfjöll og 700 m breiðar dyrnar eykur enn á upplifunina af heimsókn í Stórurð og rammar hana inn eins og rándýr leiktjöld

Stór gimsteinn

Það er ekki hægt annað en heillast af náttúrufegurðinni í Stórurð og ótrúlegt að slík náttúruperla skuli hvorki vera friðland né tilheyra þjóðgarði. En sjón er sögu ríkari