Allir þekkja Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. Mun færri vita af bróður hans, Sveinstindi, sem rís upp eilítið austar og sunnar í brúnum Öræfajökulsöskjunnar, og flestir hafa séð af þjóðveginum austan Öræfajökuls
 

Annar hæsti

Sveinstindur er annar hæsti tindur landsins, 2044 metra á hæð og 66 metrum lægri en stóri bróðir. Talið er að Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur hafi gengið fyrstur manna á Sveinstind árið 1794 og ber tindurinn nafn hans Nokkrar leiðir eru í boði á Sveinstind, m.a. Ærfellsleið meðfram Hrútárjökli eða af Sandfellsleið á Hnjúkinn

Læknaleiðin

Leiðin sem Sveinn Pálsson er talinn hafa gengið er kölluð Kvískerjaleið og hefur stundum verið kölluð Læknaleiðin í minningu hans.  Er þá lagt uppfrá Kvískerjum, frægu býli við austanverðan Öræfajökul, þar sem mest meðalúrkoma í byggð er á Íslandi

 

Öræfajökull þveraður

Hér er sagt frá leið þar sem Sveinstindur var toppaður á fjallaskíðum með því að þvera Öræfajökul, þ.e. gengin upp Sandfellsleið á Sveinstind og síðan niður Kvískerjaleið með viðkomu á Sveinsgnípu

 

Askjan þveruð

Gengið er langleiðina á Hnjúkinn, en á öskjubarminum er stefnan tekin í austur á Sveinstind í 7 km fjarlægð

 

Uppganga úr norðri

Gengið var uppá tindinn að norðanverðu sem er öruggari leið en sú að sunnanverðu

 

Skíðað niður

Af Sveinstindi var skíðað niður að Sveinsgnípu, sem er í ríflega 1900 m hæð,  sem er ekki síður tilkomumikill tindur en stóri bróðir Sveinstindur

 

Magnað útsýni

Af Sveinsgnípu sést vel í tvo hæstu tinda landsins

Kvöldsól

Þetta var með eftirminnilegri kvöldum á fjöllum

útsýni til austurs

Útsýni yfir austanverðan Vatnajökul og sveitirnar sunnan og austan hans var einnig af dýrari gerðinni

Marengskaka

Leiðin liggur á milli sprunginna skriðjökla sem eru mikið augnayndi og minn helst á yfirborð marengsköku eða sprungulistaverk

 

Löng skíðabrekka

Síðan var Læknaleiðin skíðuð niður að Kvískerjum, en þetta er ein lengsta og jafnframt skemmtilegasta skíðabrekka landsins