Þegar komið er að Skörðunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og þræða eitt þeirra. Flestir velja ysta skarðið, Signýjargötu, en enn tilkomumeira er að þræða svokallað Kálfsskarð á milli tvískiptu tindanna tveggja. Brekkan sunnanmegin er þó brött og ekki fyrir lofthrædda, en þeim sömu býðst að ganga fyrir ysta drangann, Litlatind. Gróður efst í Drangaskörðum er afar fjölskrúðugur sem þakka má driti sjófugla sem halda til í snarbröttum klettunum