Ísland er eitt eldvirkasta svæði jarðar. Því veldur staðsetning landsins á flekaskilum en undir úthafshryggnum er einnig möttulstrókur eða heitur reitur sem miðlar bergkviku fra iðrum jarðar til yfirborðs.

Alls eru hérlendis í kringum 130 eldfjöll í rúmlega 40 eldstöðvakerfum sem er ótrúlegur fjöldi miðað við stærð landsins og hér verða eldgos að meðaltali á 3–6 ára fresti

800 ár

Tæplega tuttugu þeirra hafa gosið á nútíma en Grímsvötn, Hekla og Krafla eru þær eldstöðvar sem oftast hafa gosið. Rekbelti Atlandshafshryggsins liggur í gegnum Reykjanesskaga sem er nánast allur eldbrunnið svæði með fjölda eldfjalla og hraunbreiðum. Þarna hafa orðið fjölmörg forsöguleg eldsumbrot en þar til eldgos braust út í Geldingardal þann 19. mars sl. hafði ekki gosið á Reykjanesskaga í nær 800 ár

GÍGURINN

Þótt gosið þyki lítið er það einkar tilkomumikið. Um er að ræða hraungos sem hófst á um 500 m langri sprungu sem á eru nokkrir gígar og er einn þeirra langstærstur og stækkar jafnt og þétt. Út úr honum vellur 1200 gráðu heit kvika sem dreifist um botn Geldingardals

 

Stöðugt hraunflæði

Á fyrstu viku umbrotanna var hraunflæðið á bilinu 5-10 rúmmetrar á sek og hraunbreiðan, sem stöðugt þykknar er aðallega helluhraun

 

STÚKUSÆTI

Það er ógleymanleg upplifun að sjá eldgos með eigin augum og gosið í Geldingardal er þar engin undantekning. Reyndar er þetta netta gos sérlega tilkomumikið því í fjöllunum sem umlykja Geldingardal er boðið upp á stúkusæti með frábæru útsýni yfir gosstöðvarnar

helsta leiðin

Auðveldast er að ganga að gosstöðvunum frá Suðurstrandavegi milli Grindavíkur og Ísólfsskála. Fylgt er stikaðri leið í gegnum Nátthagakrika og þaðan upp á Fagradalsfjall

 

Gönguleiðin er nálægt 3,5 km aðra leið og tekur um 1 klst. 

Stórkostlegt sjónarspil

MORDOR

Að sjá gosið að nóttu til er eins og að heimsækja Mordor í Hringadróttinssögu

LJÓSASJÓV

 

 

HREYFILISTAVERK

 

 

Skyldumæting

Enginn ætti að vera svikinn af þessu stórkostlega sjónarspili þegar Reykjanesið ræskir sig djúpt úr iðrum sínum eftir langan svefn.  Allir ættu að sjá þetta gos