Ísland er eitt eldvirkasta svæði jarðar. Því veldur staðsetning landsins á flekaskilum en undir úthafshryggnum er einnig möttulstrókur eða heitur reitur sem miðlar bergkviku fra iðrum jarðar til yfirborðs.
Alls eru hérlendis í kringum 130 eldfjöll í rúmlega 40 eldstöðvakerfum sem er ótrúlegur fjöldi miðað við stærð landsins og hér verða eldgos að meðaltali á 3–6 ára fresti