Allt í einu blasa Tröllakrókar við í öllu sínu veldi. Það er ólýsanleg tilfinning að koma að þessu stórkostlega náttúrulistaverki en sorfnir klettadrangarnir minna óneitanlega á sköpunarverk spænska arkitektsins Antony Gaudí, sérstaklega hina heimsfrægu kirkju Sagrada Familia í Barcelona