Rauðisandur er ein helsta djásn í krúnu Vestfjarða og vinsæll viðkomustaður ferðamanna.  Hann er 12 km langur og teygir sig frá Sjöundá að Brekkuhlíð austan Látrabjargs.  Að mjóu undirlendi hans liggja brött fjöll sem víða eru hömrum girt

Blómleg sveit

Þarna var áður lífleg byggð og búið á fjölda bæja, en í dag er aðeins heilsársbyggð á Lambavatni, Stökkum og Melanesi

Rauði- eða Rauðasandur?

Rauðasandur kemur fram í Landnámu og nafnið sagt dregið af Ármóða hinum rauða Þorbjarnarsyni sem hafi numið þarna land. Heimamenn kjósa þó frekar heitið Rauðisandur og nafnið skýrt með rauðgulum lit sandsins sem rekja má til fínmulinnar hörpu- og kúskelja

 

Gönguleiðir sem skora

Auk þess er umhverfi Rauðasands af dýrari gerðinni en skammt frá honum er Látrabjarg líkt og Stálfjall og Skor, allt spennandi gönguleiðir fyrir vaska göngugarpa

 

Ganga, skokk og sjósund

Styttri gönguleið liggur út á Rauðasand frá bílastæði við Melanes, en þangað má hæglega komast á fólksbíl. Gangan að ströndinni tekur aðeins hálftíma og er ógleymanlegt að fylgjast með hvítfyssandi öldunum skola inn á rauðgulan skeljasandinn. Þarna er tilvalið að skokka berfættur eftir strandlengjunni og skella sér síðan í sjósund

 

Eitt stærsta Hvallátur landsins

Einnig er gaman að ganga út eftir Melanesrifi og fylgjast með sjávarstraumum inn og út Bæjarvaðalinn. Á flóði líkist þetta risastóra sjávarlón stöðuvatni sem á fjöru rís að stórum hluta úr kafi.  Þótt á rifinu sé ekki mikill gróður státar það og Bæjarvaðallinn af afar fjölbreyttu fuglalífi og þarna er oft mergð sela

 

Látrabjarg skammt undan

Á sunnanverðum Vestfjörðum og Snæfellsnesi bregður skeljasandsbreiðum víða fyrir en engin þeirra kemst nálægt Rauðasandi að stærð og mikilfengleika

 

MOrðin á Sjöundá

Austan Melanesrifs eru rústir hins sögufræga tvíbýlis Sjöundár.    Þarna voru ein frægustu morð Íslandssögunnar framin 1802. sem Gunnar Gunnarsson gerði skil í sögulegri skáldsögu sinni Svartfugli.  Í tengslum við heimsókn á Rauðasand er því tilvalið að lesa þessa frægu skáldsögu, en hún lýsir ekki aðeins morðunum hryllilegu heldur dregur upp mynd af lífi fátæks alþýðufólks sem dró fram lífið í þessari stórkostlegu náttúru í skjóli óréttlætis og mikillar stéttaskiptingar.

 

Vert að heimsækja allt árið

Rauðasand er vert að heimsækja í öllum veðrum og á öllum árshátíðum en ekkert slær þó út kyrrklátt sumarkvöld í miðnætursól