Allir ættu að ganga á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins sem samkvæmt nýjustu mælingum er talinn 2110 m hár. Hann er einn af skýjakljúfum Öræfajökuls, þar sem hæsta ber Sveinstind 2044 m, Vestari Hnapp 1849 m, Rótarfjallshnjúk 1820 m og Efri Dyrhamar 1917 m – allt tindar sem eiga það til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli

Sandfellsleið

Nokkrar leiðir eru í boði, m.a. brött leið upp Virkisjökul, Hnappaleið frá Hnappavöllum og Sandfellsleið. Siðastnefnda leiðin er langoftast farin 

Línusteinn

Fyrst er gengið eftir stíg upp Sandfellið uns komið er í snjó í 700m hæð.  Aðeins ofar tekur Línusteinn við og ofan hans jökullinn. Þarna er farið í línu.  Við tekur ein lengsta skíðabrekka landsins sem getur reynst sumum erfið enda kölluð Dauðbrekkan 

Mergjað útsýni

Þegar Dauðabrekkunni sleppir  er komið uppá barm Öræfajökuls. Þar blasir Dyrhamar við en einnig sjálfur Hnjúkurinn í öllu sínu veldi

Askjan

Gengið er eftir sléttum barminum að rótum risans með Rótarfjallshnjúk og Vestari Hnapp í baksýnisspeglinum

 

Ísskúlptúrar

Nú tekur við brattasti hluti leiðarinnar upp Hnjúkinn, en á leiðinni eru klettar sem iðullega prýða klakabönd

Skýjum ofar

Efst er tindurinn ávalur og þar býður Hásæti Íslands með óviðjafnanlegu útsýni yfir stóran hluta landsins

HIMNESKT

Á góðum degi sést til Kverkfjalla og Snæfells en einnig sést vel til Mýrdalsjökuls, Skeiðarársánds og alla leið að Vestrahorni

Hærra verður ekki komist

Þessi ganga er sannkallaður hápunktur og nær hæst 2110 m yfir sjávarmáli – sem er rúmlega 2 km hækkun frá uppgöngustað