Allir ættu að ganga á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins sem samkvæmt nýjustu mælingum er talinn 2110 m hár. Hann er einn af skýjakljúfum Öræfajökuls, þar sem hæsta ber Sveinstind 2044 m, Vestari Hnapp 1849 m, Rótarfjallshnjúk 1820 m og Efri Dyrhamar 1917 m – allt tindar sem eiga það til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli