Lónsöræfi við austanverðan Vatnajökul eru stórkostlegt svæði með óvenju litríkum líparítfjöllum.  Þarna er Múlaskáli sem auðveldast er að nálgast gangandi frá Illakambi

óteljandi gönguleiðir

Frá Múlaskála bjóðast gönguleiðir í allar áttir.  Ein slík liggur að 8 km löngum klettadröngum úr móbergi, Tröllakrókum sem jöklar, vötn og vindar hafa sorfið til

Fjör í Leiðitungum

Frá Múlaskála er gengið um Leiðitungur að Tröllakrókum.  Einnig má velja eystri leið sem kallast Leið milli gilja. Þessar gönguleiðir eru algjör veisla fyrir augað

 

Verk Arkitekts?

Allt í einu blasa Tröllakrókar við í öllu sínu veldi. Það er ólýsanleg tilfinning að koma að þessu stórkostlega náttúrulistaverki en sorfnir klettadrangarnir minna óneitanlega á sköpunarverk spænska arkitektsins Antony Gaudí, sérstaklega hina heimsfrægu kirkju Sagrada Familia í Barcelona

 

Rándýrir Útsýnispallar

Sumstaðar ná þverhníptir hamrarnir nokkur hundruð metra hæð og á milli þeirra eru náttúrulega mosavaxin útskot. Þar er tilvalið að kasta mæðinni og jafnvel ná smá blundi

 

Vötn og tindar

Skammt frá eru falleg vötn með útsýni þar sem fjöldi tinda í og við austanverðan Vatnajökul blasa við, m.a. Sauðhamarstindur

 

Núvitund

Í Tröllakrókum er ákjósanlegt að slaka á og íhuga lífið og tilveruna

 

Enda umhverfið rándýrt

Ómar Ragnarsson hefur sagt að allir verði að koma i Tröllakróka áður en þeir geispa golunni.  Við erum sammála því

 

Einstök náttúrusmíð

Því hljóta allir að vera sammála sem heimsækja Tröllakróka