Þaðan er haldið í vestur upp á nálægan hrygg þar sem sést ofan í Efri-Hveradal, en hann er eitt stærsta háhitasvæði á Íslandi og liggur i 1700m hæð. Útsýnið er engu líkt en auk Galtárlóns má í fjarska sjá Bárðarbungu, Dyngjujökul, Kistufell, Trölladyngju, Dyngjufjöll og sjálfa Herðubreið.